Ísland verður skínandi dæmi fyrir heiminn!

Kreppa er að skella yfir heiminn. Hver þjóð á fætur annari er fær nú að gjalda fyrir óhóflega eyðslu síðustu ára og er Ísland engan vegin laus undan því, og með öllum kreppum fylgir þjóðfélagslegur pirringur.


Nú eru óeirðir byjaðar að kræla á sér hérna eins og annarstaðar í heiminum. Okkar óeirðir hafa byggst upp frá “frústreruðum” vörubílstjórum sem eru ekki sáttir við hátt eldsneytisverð og of mikkla hvíld, á meðan uppþot í útlöndum skapast af því að verð á grundvallar matvælum er að verða með eindæmum hátt.


Báðir málstaðirnir eru þó algjörlega tengdir þar sem öll þessi bræði  skapast af þörf okkar fyrir eldsneyti. Okkur vantar  gömlu góðu olíuna á meðan matvæla skorturinn skapast af nýja “bjargvætti” heimsins Bio-fuel sem er gert úr matvælum.


Með því að fara þá leið erum við aðeins að ýta vandamálinu á undan og færa útgjöld á einum til annars. Þar sem nauðsynjavörur munu rísa upp úr öllu valdi. Nema hvað að við verðum að borða en við höfum alltaf valið um að hætta að keyra, fá sér t.d hjól


En það er ekki það sem ég ætla að vera að skrifa um. Nú þegar umræða um hvort álver er nánast yfirstaðinn, þ.e.a.s það er hvort sem er komið til að vera. Þá ættum við íslendingar að fara að nýta þessa auðlind og ég er með hugmynd.


Íslendingar ættu nú að búa sér til einn Volkswagen. Ríkið byrjar nú að framleiða hin eina sanna rafmagns fólksbíl. Við notum álið okkar til þess að búa til grindina á meðan við notum iðnaðar-hampinn sem verið er að fara að rækta hér á íslandi til þess að skapa innbú bílsins. 


Síðan setur ríkið upp hleðslustöðvar í alla stöðumæla.  Nú eru komnar rafhlöður sem keyra bíl 300 km á hleðslu þannig að þetta ætti ekki að vera vandamál.


Nýja verksmiðjan mun ekki aðeins skapa störf fyrir hundruðir manna, heldur mun hún einnig hjálpa Íslendingum til þess að lækka kolefnis mengun og nýta álið sem við erum svo græn að framleiða hér á landi.


En ekki nóg með það heldur myndum við vera skínandi dæmi um hvernig þjóðir ættu að hætta að væla um ástandið í heiminum og heimafyrir og byrja að leysa vandan sem er til staðar.


Gunnar kveður í bili.

Hér er heimildarmynd um rafmagnsbílinn


mbl.is Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Losun á CO2 er ekki "mengun" í neinum hefðbundnum skilgreiningi þess hugtaks. Þéttleiki CO2 í andrúmsloftinu (minna en 0,04%) er á engan hátt skaðlegur fyrir menn og dýr, en aukinn styrkleiki á móti mjög góður fyrir vöxt plantna. Sú kenning að sá hluti CO2 í andrúmsloftinu sem menn standa fyrir sé að breyta veðurfari heimsins er óðum að missa undirstöður sínar (sem voru fáar fyrir aðrar en að seinustu 20 árin hefur bæði hitastig og styrkleiki CO2 í andrúmsloftinu verið á uppleið, en þetta samhengi er sjaldgæft þegar litið er til lengri tíma).

Aftur á móti er það rétt að verðhækkun á eftirsóttum varningi breytir (kaup)hegðun fólks og neyðir það til að kíkja eftir ódýrari valkostum. 

Geir Ágústsson, 24.4.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Örn Þórðarson

Höfundur

Gunnar Örn Þórðarson
Gunnar Örn Þórðarson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband